51. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. apríl 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:19
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:28
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:18
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:10

Birgir Þórarinsson vék af fundi kl. 10:48 og Bergþór Ólason vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 50. fundar var samþykkt.

2) 153. mál - kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla Kl. 09:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Rafn Sigurðsson og Ingvar Stefánsson frá Kirkjugarðaráði.

3) 27. mál - kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla Kl. 09:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Rafn Sigurðsson og Ingvar Stefánsson frá Kirkjugarðaráði.

4) 543. mál - fjölmiðlar Kl. 09:48
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Harald Johannessen og Sigurbjörn Magnússon frá Árvakri hf., Magnús Ragnarsson og Eirík Hauksson frá Símanum hf. og Pál Ásgrímsson og Þórhall Gunnarsson frá Sýn hf.

5) 542. mál - tónlist Kl. 11:22
Dagskrárlið frestað.

6) 689. mál - tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030 Kl. 11:22
Dagskrárlið frestað.

7) 803. mál - nafnskírteini Kl. 11:23
Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

8) 597. mál - íþrótta- og æskulýðsstarf Kl. 11:23
Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

9) Önnur mál Kl. 11:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:24